Loading...

Vináttudagur gildanna

By |2017-11-03T11:30:34+00:00nóvember 3rd, 2017|Uncategorized|

Vináttudagurinn var í höndum landsgildisstjórnar og Skátagildisins Straums  sunnudaginn 29. október. Dagsskráin hófst í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 14.00. Þar var skoðuð sýning á vatnslitamyndum eftir Derek Mundell og leiddi hann okkur um sýninguna. Að því loknu var haldið í sal BÍS í Hraunbæ, þar sem Vináttuboðskapurinn var fluttur bæði sá norræni og einnig skilaboð frá nýkjörnum alþjóðaforseta sem kemur frá Uganda. Hans boðskapur fjallar m.a. um nýtt sameiginlegt verkefni ISGF um að styðja við flóttamenn sem koma frá Suður Súdan til Úganda . Einnig var sagt frá Norðurlandaþinginu sem haldið verður í Gautaborg í Svíþjóð í ágúst næstkomandi og að lokum sagði Elín Richards nýkjörinn [...]

Landsþing Skátagildanna á Íslandi

By |2017-11-03T11:13:47+00:00nóvember 3rd, 2017|Uncategorized|

Landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Hafnarfirði 13. maí síðastliðinn í Hraunbyrgi. Þingið tókst í alla staði mjög vel og er St. Georgsgildinu í Hafnarfirði þakkað sérstaklega fyrir þeirra framlag við undirbúning og framkvæmd. Að loknum þingstörfum var farið í svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og síðan í Skátalund. Nánari upplýsingar um þingið: Fundargerð landsþings 2017

Opnað fyrir skráningu á Landsþingið

By |2017-08-24T16:54:29+00:00apríl 28th, 2017|Gildisstarfið|

Það stefni í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við HvaleyrarvatnKvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í HafnarfirðiSkráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí. Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér. Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,- Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing. Greiða skal inn á bankareikning 0140-26-5836, kennitala: 680482-0399. Senda þarf staðfestingu úr netbanka á thoeyv@yahoo.comÞinggjald: kr. 3.500,- Innifalin hádegishressing og kaffi.Skemmti- og fræðsluferð: kr. 1.500,- Hressing [...]

Gildisskátaþing 13. maí í Hafnarfirði

By |2017-08-24T17:14:35+00:00janúar 15th, 2017|Gildisstarfið, Hafnarfjörður|

Þetta er 28. landsþingið og það er St. Georgsgildið í Hafnarfirði sem sér um þinghaldið. Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í þinginu sem er kjörinn staður til að hitta aðra gildisfélaga, skiptast á skoðunum um gildisstarfið og njóta þess að vera saman. Boðið verður upp á skoðunarferð og móttöku í Skátalundi en þingdeginum lýkur með hátíðarkvöldvöku og kvöldverði. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en gleymið ekki að taka daginn frá.

Aðalfundur 10. mars 2016

By |2017-08-23T16:31:58+00:00febrúar 28th, 2016|Hafnarfjörður|

Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Hraunbyrgi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa ætlar Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar nýs Landspítala, að segja okkur frá því sam þar er að gerast í máli og myndum. Gunnar er gamall skáti og verður formlega tekinn inn í gildið ásamt fleirum á fundinum. […]

Vináttudagurinn á laugardag

By |2017-08-23T16:31:58+00:00október 19th, 2015|Hafnarfjörður|

Vináttudagur gildisskáta verður í Keflavík á laugardag, 24. október. Hefst dagskrá í Duushúsi kl. 14 og kaffisamsæti að hætti Keflvíkinga verður í skátaheimili Heiðabúa um kl. 15. Boðið er upp á rútuferð frá Hraunbyrgi kl. 13.20. Verð fyrir kaffisamsætið er 2.500 kr. en óvíst er með verð fyrir rútuna en verður þó örugglega hóflegt.

Kvöldvaka á fimmtudag

By |2017-08-23T16:31:58+00:00október 19th, 2015|Hafnarfjörður|

Á fimmtudag, 22. október, kl. 19 verður sameiginleg kvöldvaka gildisskáta og Hraunbúa í Hraunbyrgi. Þetta er liður í auknu samstarfi skátafélaganna í Hafnarfirði og þær sameiginlegu kvöldvökur sem haldnar hafa verið hafa verið mjög vel heppnaðar.

Vináttudagurinn í Keflavík á laugardaginn

By |2017-08-24T17:18:03+00:00október 18th, 2015|Gildisstarfið|

Vináttudagur skátagildanna verður í Keflavík á laugardaginn.  Dagskráin hefst í Duushúsi kl. 14 þar sem meðal annars stendur yfir sýningin Andlit bæjarins (sjá www.andlitbaejarins.com). Þaðan verður svo haldið í Skátaheimilið í Keflavík, Hringbraut 101, þar sem glæsilegt kaffihlaðborð verður að hætti Keflavíkurskáta. Gildisboðskapurinn lesinn og vinátta og samkennd verða höfð að leiðarljósi ásamt hinum eina sanna skátaanda. Verð fyrir kaffihlaðborðið verður 1.000 kr.

Rannveig Ólafsdóttir er farin heim

By |2017-08-23T16:31:58+00:00ágúst 7th, 2015|Hafnarfjörður|

Fædd 3. maí 1927 – látin 23. júlí 2015. Rannveig Ólafsdóttir Það er skammt stórra högga á milli í röðum gildisfélaga í Hafnarfjarðargildinu. Rannveig Ólafsdóttir er farin heim. Hún lést á líknardeild LSH að kvöldi föstudagsins 23. júli s.l. eftir erfið en skammvinn veikindi. Rannveig var fædd í Hafnarfirði og uppalin að Hverfisgötu 23. Hún starfaði við fyrirtæki föður síns, Verslun Ólafs H. Jónssonar er stóð á horni Strandgötu og Reykjavíkurvegar, fram til þess að hún byrjaði búskap með eiginmanni sínum Guðjóni Erni Kristjánssyni í kjallaranum í húsi foreldra sinna við Hverfisgötu. Þaðan fluttu þau með tvö börn eftir tæp [...]

Go to Top