Vináttudagurinn var í höndum landsgildisstjórnar og Skátagildisins Straums  sunnudaginn 29. október.
Dagsskráin hófst í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 14.00.
Þar var skoðuð sýning á vatnslitamyndum eftir Derek Mundell og leiddi hann okkur um sýninguna. Að því loknu var haldið í sal BÍS í Hraunbæ, þar sem Vináttuboðskapurinn var fluttur bæði sá norræni og einnig skilaboð frá nýkjörnum alþjóðaforseta sem kemur frá Uganda. Hans boðskapur fjallar m.a. um nýtt sameiginlegt verkefni ISGF um að styðja við flóttamenn sem koma frá Suður Súdan til Úganda . Einnig var sagt frá Norðurlandaþinginu sem haldið verður í Gautaborg í Svíþjóð í ágúst næstkomandi og að lokum sagði Elín Richards nýkjörinn fulltrúi Íslands í alþjóðastjórn ISGF til næstu sex ára frá ferð sinni á alþjóðaþingið sem haldið var í Balí. Að lokum var boðið upp á úrvals kaffiveitingar.
Mikill hugur er í stjórn er að efla starf skátagildanna og fjölga félögum. Voru félagsmenn hvattir til að bjóða með sér gestum og komu tveir gestir frá Hveragerði sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hópinn. Fulltrúar frá Hafnarfirði, Kópavogi, Hveragerði og Straumi mættu á vináttudaginn.

Vináttuboðskapur 2017 Liv

Alþjóðlegi Vináttuboðskapur 2017