Vináttudagur skátagildanna verður í Keflavík á laugardaginn.  Dagskráin hefst í Duushúsi kl. 14 þar sem meðal annars stendur yfir sýningin Andlit bæjarins (sjá www.andlitbaejarins.com). Þaðan verður svo haldið í Skátaheimilið í Keflavík, Hringbraut 101, þar sem glæsilegt kaffihlaðborð verður að hætti Keflavíkurskáta.

Gildisboðskapurinn lesinn og vinátta og samkennd verða höfð að leiðarljósi ásamt hinum eina sanna skátaanda.

Verð fyrir kaffihlaðborðið verður 1.000 kr.