Vináttudagur gildisskáta verður í Keflavík á laugardag, 24. október. Hefst dagskrá í Duushúsi kl. 14 og kaffisamsæti að hætti Keflvíkinga verður í skátaheimili Heiðabúa um kl. 15.

Boðið er upp á rútuferð frá Hraunbyrgi kl. 13.20.

Verð fyrir kaffisamsætið er 2.500 kr. en óvíst er með verð fyrir rútuna en verður þó örugglega hóflegt.