Vináttudagur gildanna

By |2017-11-03T11:30:34+00:00nóvember 3rd, 2017|Uncategorized|

Vináttudagurinn var í höndum landsgildisstjórnar og Skátagildisins Straums  sunnudaginn 29. október. Dagsskráin hófst í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 14.00. Þar var skoðuð sýning á vatnslitamyndum eftir Derek Mundell og leiddi hann okkur um sýninguna. Að því loknu var haldið í sal BÍS í Hraunbæ, þar sem Vináttuboðskapurinn var fluttur bæði sá norræni og einnig skilaboð frá nýkjörnum alþjóðaforseta sem kemur frá Uganda. Hans boðskapur fjallar m.a. um nýtt sameiginlegt verkefni ISGF um að styðja við flóttamenn sem koma frá Suður Súdan til Úganda . Einnig var sagt frá Norðurlandaþinginu sem haldið verður í Gautaborg í Svíþjóð í ágúst næstkomandi og að lokum sagði Elín Richards nýkjörinn [...]

Landsþing Skátagildanna á Íslandi

By |2017-11-03T11:13:47+00:00nóvember 3rd, 2017|Uncategorized|

Landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Hafnarfirði 13. maí síðastliðinn í Hraunbyrgi. Þingið tókst í alla staði mjög vel og er St. Georgsgildinu í Hafnarfirði þakkað sérstaklega fyrir þeirra framlag við undirbúning og framkvæmd. Að loknum þingstörfum var farið í svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og síðan í Skátalund. Nánari upplýsingar um þingið: Fundargerð landsþings 2017

Go to Top