1. grein – Nafn og merki

Samtökin heita St. Georgsgildin á Íslandi, í daglegu máli nefnd Skátagildin eða Skátagildin á Íslandi. Skátagildin eru samband St. Georgsgilda og skátagilda, sem eru félög eldri skáta og annarra velunnara skátahreyfingarinnar. Félagar þess nefnast gildisskátar. Merki samtakanna er rauð lilja á grunni hvíts smára. Varnarþing St. Georgsgildanna er í Reykjavík.

2. grein – Markmið

Markmið St. Georgsgildanna á Íslandi er að gera að veruleika kjörorðið „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ með því:

 1. að vera tengiliður til eflingar milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta
 2. að brýna fyrir gildisskátum að vera hjálpsamir og nytsamir þjóðfélagsþegnar með sterka ábyrgðartilfinningu
 3. að útbreiða skátahugsjónina og veita skátahreyfingunni stuðning
 4. að flytja sannan skátaanda út í þjóðfélagið
 5. að treysta gott samband við Bandalag íslenskra skáta.
 1. grein – Aðild

Rétt til að sækja um inngöngu í samtökin hafa þau gildi sem starfa í anda St. Georgsgilda og skátagilda og hafa samþykktir, sem ekki brjóta í bága við samþykktir þessar.  Umsókn um inngöngu skal vera skrifleg og skulu samþykktir viðkomandi gildis fylgja með umsókn.  Umsóknina skal senda landsgildisstjórn. Landsgildisstjórn getur samþykkt inngöngu nýs gildis, en leita skal staðfestingar á þeirri ákvörðun á næsta reglulega landsgildisþingi.  Heimilt er að samþykkja inngöngu einstaklings í samtökin, þegar sérstaklega stendur á, til dæmis ef gildi er ekki starfandi í heimabyggð hans.

Vanræki gildi að greiða gjöld sín til samtakanna í tvö ár eða skili ekki starfsskýrslu áður nefnd tímabil, er landsgildisstjórn skylt að gera tillögu til landsgildisþings um að viðkomandi gildi verði vikið úr samtökunum. Landsgildisþingið tekur þá endanlega ákvörðun um brottvikninguna.

 1. grein – Erlend samskipti

St. Georgsgildin á Íslandi eru virkur aðili að The International Scout and Guide Fellowship, skammstafað ISGF.  Jafnframt er það virkur þátttakandi í NBSR (Nordic Baltic Sub Region).

5. grein – Um gildin – gildisheitið

 1. Í skátagildi starfa eldri skátar og áhugafólk um skátastarf í samræmi við markmið Skátagildanna á Íslandi.
 2. St. Georgsgildin á Íslandi skulu hafa til staðar drög að samþykktum fyrir gildi.  Hvert gildi getur fellt drög þessi að stað- og starfsháttum sínum.
 3. Gildisskátar geta þeir orðið, sem náð hafa 18 ára aldri, hafa verið skátar eða hafa áhuga á starfi skátahreyfingarinnar og hafa unnið gildisheitið.
 4. Við inngöngu í gildi skal nýr félagi vinna svohljóðandi heit:  „Ég lofa að leitast við að lifa lífi mínu í samræmi við hugsjónir skátahreyfingarinnar og markmið skátagildanna.“
 5. Gildin taka hvorki afstöðu í trúmálum né stjórnmálum.
 6. Gildin greiða árgjald til St. Georgsgildanna á Íslandi, er miðast við félagafjölda.  Árgjaldið er ákveðið á landsgildisþingi til tveggja ára í senn.
 7. Á landsgildisþingi skal talsmaður hvers gildis leggja fram og flytja skýrslu um störf þess frá síðasta  landsgildisþingi.

6. grein – Landsgildisþing

 1. Landsgildisþing og gildishátíð eru haldin annað hvert ár í apríl eða maí. Landsgildisstjórn er heimilt að kalla saman aukaþing, ef þörf krefur eða þrjú gildi óska eftir því. Gildin annast umsjón þeirra og skipulagningu til skiptis. Landgildisþing er æðsta vald í málefnum samtakanna.
  Landgildismeistari skal boða landsgildisþing með bréfi til gildanna eigi síðar en 30 dögum áður en landsgildisþing er haldið.
 2. Í janúarmánuði þess árs sem landsgildisþing er haldið, skal hvert gildi tilnefna einn mann í uppstillingarnefnd og tilkynna það landsgildismeistara. Formaður uppstillingarnefndar er fulltrúi þess gildis, sem annast umsjón og skipulagningu landsgildisþings hverju sinni. Hann kallar nefndina saman.
 3. Uppstillingarnefnd leggur fram tillögur um fólk í landsgildisstjórn og um skoðunarmenn reikninga samtakanna.
 4. Landsgildismeistari setur landsgildisþing og skipar því fundarstjóra og ritara. Rétt til þingsetu með öllum réttindum hafa allir gildisskátar.
 5. Þingfundum skal stjórna samkvæmt þingsköpum landsgildisins.
  Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum, nema samþykktir landsgildisins mæli fyrir um annað.
 1. grein – Dagskrá landsgildisþings skal vera þessi:
 1. Setning landsgildisþings – Heiðranir.
 2. Kosning tveggja fundarstjóra og tveggja fundarritara.
 3. Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar til umræðu og afgreiðslu.
 4. Starfsskýrslur gilda.
 5. Breytingar samþykkta.
 6. Uppstillingarnefnd leggur fram tillögur sínar.
 7. Kosning landsgildismeistara.
 8. Kosning varalandsgildismeistara, ritara, gjaldkera og erlends bréfritara.
 9. Kosning eins manns í varastjórn.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 11. Ákveðið árgjald til Skátagildanna á Íslandi.
 12. Önnur mál.

8. grein – Landsgildisstjórn

 1. Landsgildisstjórn skal skipuð 5 mönnum, landsgildismeistara, varalandsgildismeistara, ritara, gjaldkera og erlendum bréfritara. Þá skal kjósa einn mann í varagildisstjórn.  Kjörtímabil stjórnar og varamanns er tvö ár.  Æskilegt er að sem flest gildi eigi fulltrúa í stjórn.  Stjórnarmenn í landsgildisstjórn skulu ekki sitja lengur í stjórn en fjögur ár samfellt, þ.e. tvö kjörtímabil.
 2. Landsgildisstjórn skal framkvæma samþykktir landsgildisþings og vinni að markmiðum samþykkta þessa.
 3. Landsgildisstjórn annast allan daglegan rekstur, svo og samband við einstök gildi og erlend sambönd.
 4. Landsgildisstjórn skal vinna að vexti og viðgangi St. Georgsgilda og skátagilda á Íslandi.
 5. Stjórnarfundir teljast löglegir ef meirihluti stjórnarmanna situr fundinn.
 1. grein – Reikningsár

Reikningsár Skátagildanna á Ísland er almanaksárið.

10. grein – Kynningarstarf

Leitast skal við að kynna starf skátagildanna,  meðal félagsmanna, skáta og almennings. Það skal gert með þeim miðlum sem henta best hverju sinni.

11. grein – Félagsslit

Hætti St. Georgsgildin á Íslandi störfum og verði ekki endurvakin innan fimm ára skulu eignir þeirra renna til Bandalags íslenskra skáta.

12. grein – Breytingar samþykkta

Tillögur til breytinga á samþykktum skulu hafa borist landsgildisstjórn eigi síðar en 1. mars þess árs, sem landsgildisþingið er haldið og skulu þær sendar gildunum eigi síðar en með þingboði. Samþykktum þessum verður ekki breytt nema með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða á reglulegu landsgildisþingi.

13. grein – Gildistaka samþykktanna.

Samþykktir þessar voru gerðar á landsgildisþingi 9. maí 2015 og öðlast þegar gildi.

 

Sækja sem pdf