Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Hraunbyrgi.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa ætlar Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar nýs Landspítala, að segja okkur frá því sam þar er að gerast í máli og myndum. Gunnar er gamall skáti og verður formlega tekinn inn í gildið ásamt fleirum á fundinum.

Það verður því hátíðarbragur á þessu öllu en létt og skemmtilegt yfir öllu að venju og eru félagar hvattir til að fjölmenna.

Kjós á skv. lögum félagsins í eftirtalin embætti:
Gildismeistara til eins árs
Gjaldkera til tveggja ára
Meðstjórnanda til tveggja ára
Tveggja varamanna til eins árs
Tveggja endurskoðenda
Einnig skal kjósa í fastanefndir og formenn þeirra.

Í stjórn núna eru: Guðni Gíslason gildismeistari, Edda Magndís Halldórsdóttir varagildismeistari, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir ritari, Þórey Valgeirsdóttir gjaldkeri og Ægir Ellertsson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigurður Baldvinsson og Jónína Kristín Helgadóttir