Loading...

Dugnaður og gleði

By |2017-08-23T16:31:58+00:00maí 17th, 2015|Hafnarfjörður|

26 mættu í Skátalundi í dag á árlegum tiltektardegi með meiru. Trjáplöntum var plantað, skálinn var þveginn hátt og lágt, pallurinn var skafinn, tré voru snyrt og töluvert af trjám sem höfðu verið felld voru söguð niður í eldivið. Kaffikannan var margnotuð og grillið hitað enda verður fólk svangt þegar vel er tekið á. Börnin léku, sumir púluðu, aðrir kíktu við og veittu andlega hressingu. Gildisskátar voru frá báðum gildunum í Hafnarfirði og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag. 26 mættu í Skátalundi í dag á árlegum tiltektardegi með meiru. Trjáplöntum var plantað, skálinn var þveginn hátt og lá...Posted by Skátagildi [...]

Hörður er farinn heim

By |2017-08-23T16:31:58+00:00maí 15th, 2015|Hafnarfjörður|

fæddur 25. apríl 1931 – látinn 13. maí 2015 Hörður Zóphaníasson Heiðursfélagi okkar, Hörður Zóphaníasson er farinn heim. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 13. maí sl., 84 ára gamall. Að lýsa Herði er kannski ekki auðvelt en mest áberandi var að hann var sannkallað félagsmálatröll. Hann var virkur svo víða, enda hafði hann mikla réttlætiskennd og vildi með verkum sínum leggja hönd á plóg við að gera heiminn betri. Við skátar nutum svo sannarlega verka hans og var einmitt félagsforingi Hraunbúa þegar ég hóf mitt skátastarf. Hörður naut ávallt mikillar virðingar enda fórst honum öll stjórnun vel [...]

Renate er farin heim

By |2017-08-23T16:31:58+00:00maí 14th, 2015|Hafnarfjörður|

fædd 3. maí 1938 – látin 9. maí 2015 Renate Sörensen Scholz Renate Sörensen Scholz er farin heim. Hún lést eftir langvarandi veikindi laugardaginn 9. maí, daginn sem gildisfélagar söfnuðust saman á landsþingi í Keflavík. Renate var góður gildisfélagi og og starfaði m.a. ötullega að málefnum Friðarlogans ásamt manni sínum, Ásgeiri Sörensen sem lést árið 2009. Renate var glæsileg kona og vann störf sín af alúð en lét ekki mikið á sér bera. F.h. gildisskáta vil ég þakka Renötu fyrir ánægjulegt samstarfi í gegnum árin og votta aðstandendum hennar samúð mína. Renate og Ásgeir eignuðust ekki börn. Guðni Gíslason gildismeistari.

Vel heppnað landsþing Skátagildanna

By |2017-08-27T23:36:04+00:00maí 10th, 2015|Gildisstarfið|

Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari. Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni. Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf. Að þingstörfum [...]

Jón Bergsson er farinn heim

By |2017-08-23T16:31:59+00:00maí 1st, 2015|Hafnarfjörður|

fæddur 30. október 1931 – látinn 25. apríl 2015 Jón Bergsson Enn er skarð rofið í raðir okkar gildisskáta. Jón Bergsson, öflugur gildisfélagi er farinn heim. Jón lést á heimili sínu aðfararnótt laugardagsins 25. apríl. Hafði hann allt til hins síðasta verið virkur félagi og skátastarfið var honum hugleikið. Hann var gildismeistari árin 1985-1987. Í hvert sinn sem ég hitti hann, vikulega á rótarýfundum eða annars staðar, rétti hann ávallt fram vinstri höndina að skátasið og bar skátamerki í barminum með stolti. Það var ávallt ljúft að hitta þau saman, Jón og Dísu, enda voru þau samrýmd í skátastarfinu. Jón [...]

Þing Skátagildanna 9. maí

By |2017-08-27T22:32:55+00:00apríl 26th, 2015|Gildisstarfið|

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 9. maí nk. en það er St. Georgsgildið í Keflavík sem sér um þinghaldið. Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og hægt er að velja um að taka þátt í öllu þinginu, eða aðeins þinghaldinu sjálfu, skoðunarferðinni um Reykjanes eða hátíðarkvöldvökunni og kvöldverðinum. Þinggögn eru afhent kl. 9.15-10 en þingdagskrá hefst kl. 10. Dagskrá: 09.15-10.00  Þinggögn afhent og tekið við greiðslum. Létt morgunsnarl. 10.00  Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi. 12.00  Léttur hádegisverður 12.45  Þingstörfum framhaldið. 14.00  Þinglok og kaffispjall 14.30  Skoðunarferð um Reykjanes undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. [...]

Albert J. Kristinsson er farinn heim

By |2017-08-23T16:31:59+00:00mars 1st, 2015|Hafnarfjörður|

Albert J. Kristinsson f. 4. júní 1926 – dáinn 28. febrúar 2015 Félagi okkar, Albert Júlíus Kristinsson er farinn heim. Albert J. Kristinsson Hann var aðeins 88 ára gamall þegar hann var kvaddur heim. Ég segið aðeins, þar sem Albert var alla tíð virkur félagi í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, sótti flesta fundi, var mjög virkur í skálanefnd Skátalundur og sinnti þar viðhaldi allt fram á síðasta haust. Hann var ekki aðeins virkur félagi, hann var líka góður félagi og allt til síðasta var honum umhugað um velferð skátagildisins og skátastarfs í Hafnarfirði. Ég vil nota þetta tækifæri til að [...]

Mót gildisskáta í Horsens 2015

By |2017-08-27T22:28:40+00:00janúar 21st, 2015|Gildisstarfið|

Samkvæmt venju eru mót NSBR haldin þriðja hvert ár, til skiptis í aðildarlöndunum. Reynslan hefur sýnt að það er gefandi að koma saman og það eykur samstöðu okkar á ýmsum stöðum ekki síst í alþjóðasamstarfinu. Það sýndi sig í valinu á Alf Runar Bakke frá Noregi í Alþjóðaráðið á síðustu heimsráðstefnu í Sidney. Hann  verður gestur á mótinu í Horsens 26.-30. júní 2015. Þema mótsins er: „Traditionen tro eller  tro mod tradiotionerne?“ (Lauslega þýtt: Trúr hefðum eða trú á hefðir). Föstudaginn 26. júní 12-16 Koma og skráning. 16.30 Gestir boðnir velkomnir og mótið sett. Kvöldverður, gömul kynni og ný, án dagskrár. Laugardaginn [...]

Landsmótsmyndir og fyrripartar

By |2017-08-23T16:31:59+00:00janúar 13th, 2015|Hafnarfjörður|

Fyrsti gildisfundur ársins er fimmtudaginn 15. janúar kl. 20 í Hraunbyrgi. Þar munu Guðni og Kristjana miðla frá upplifun sinni á Landsmóti skáta á Akureyri sl. sumar þar sem þau voru fararstjórar Hraunbúa. Sýndar verða myndir frá þessu skemmtilega móti. Við komu á fundinn fá fundargestir fyrriparta sem þeir fá að spreyta sig á og yfir kaffinu fáum við vonandi að heyra einhverja skemmtilega seinniparta. Heimabakaðir kanelsnúðar verða með kaffinu. Allir gildisskátar velkomnir.

Ragnheiður Sigurbjartsdóttir er farin heim

By |2017-08-23T16:31:59+00:00nóvember 17th, 2014|Hafnarfjörður|

Félagi okkar til margra ára, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir er farin heim. Hún fæddist 23. september 1942 og lést 31. október sl. Við gildisfélagar þökkum henni samfylgdina og þökkum henni fyrir góð störf fyrir gildið og stuðning. Við vottum gildisfélögum okkar, eiginmanni hennar Ingólfi Halldóri Ámundasyni og dóttur hennar Helgu Ingólfsdóttur dýpstu samúð okkar og fjölskyldunni allri. Megi góð minning um góðan gildisskáta lifa.

Go to Top