Fyrsti gildisfundur ársins er fimmtudaginn 15. janúar kl. 20 í Hraunbyrgi.

Þar munu Guðni og Kristjana miðla frá upplifun sinni á Landsmóti skáta á Akureyri sl. sumar þar sem þau voru fararstjórar Hraunbúa. Sýndar verða myndir frá þessu skemmtilega móti.

Við komu á fundinn fá fundargestir fyrriparta sem þeir fá að spreyta sig á og yfir kaffinu fáum við vonandi að heyra einhverja skemmtilega seinniparta.

Heimabakaðir kanelsnúðar verða með kaffinu.

Allir gildisskátar velkomnir.