26 mættu í Skátalundi í dag á árlegum tiltektardegi með meiru. Trjáplöntum var plantað, skálinn var þveginn hátt og lágt, pallurinn var skafinn, tré voru snyrt og töluvert af trjám sem höfðu verið felld voru söguð niður í eldivið.

Kaffikannan var margnotuð og grillið hitað enda verður fólk svangt þegar vel er tekið á. Börnin léku, sumir púluðu, aðrir kíktu við og veittu andlega hressingu.

Gildisskátar voru frá báðum gildunum í Hafnarfirði og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag.

26 mættu í Skátalundi í dag á árlegum tiltektardegi með meiru. Trjáplöntum var plantað, skálinn var þveginn hátt og lá…

Posted by Skátagildi on Sunday, 17 May 2015