Félagi okkar til margra ára, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir er farin heim. Hún fæddist 23. september 1942 og lést 31. október sl. Við gildisfélagar þökkum henni samfylgdina og þökkum henni fyrir góð störf fyrir gildið og stuðning. Við vottum gildisfélögum okkar, eiginmanni hennar Ingólfi Halldóri Ámundasyni og dóttur hennar Helgu Ingólfsdóttur dýpstu samúð okkar og fjölskyldunni allri. Megi góð minning um góðan gildisskáta lifa.