Albert J. Kristinsson
f. 4. júní 1926 – dáinn 28. febrúar 2015

Félagi okkar, Albert Júlíus Kristinsson er farinn heim.

Albert J. Kristinsson

Hann var aðeins 88 ára gamall þegar hann var kvaddur heim. Ég segið aðeins, þar sem Albert var alla tíð virkur félagi í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, sótti flesta fundi, var mjög virkur í skálanefnd Skátalundur og sinnti þar viðhaldi allt fram á síðasta haust. Hann var ekki aðeins virkur félagi, hann var líka góður félagi og allt til síðasta var honum umhugað um velferð skátagildisins og skátastarfs í Hafnarfirði.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fyrir það að hafa kynnst Alberti fyrir rúmlega fimmtíu árum, fyrir að hafa fengið að líta upp til hans og að hafa fengð að  læra af honum og fengið að vera hans vinur og samverkamaður. Ég vil líka þakka honum fyrir síðustu orðin á spítalanum, hann gaf mér meira en ég gat gefið honum.
Ég votta Elsu og fjölskyldu allri samúðar og flyt fjölskyldunni samúðarkveðjur gildisskáta.
Guðni Gíslason
gildismeistari