fædd 3. maí 1938 – látin 9. maí 2015

Renate Sörensen Scholz

Renate Sörensen Scholz er farin heim. Hún lést eftir langvarandi veikindi laugardaginn 9. maí, daginn sem gildisfélagar söfnuðust saman á landsþingi í Keflavík. Renate var góður gildisfélagi og og starfaði m.a. ötullega að málefnum Friðarlogans ásamt manni sínum, Ásgeiri Sörensen sem lést árið 2009. Renate var glæsileg kona og vann störf sín af alúð en lét ekki mikið á sér bera.

F.h. gildisskáta vil ég þakka Renötu fyrir ánægjulegt samstarfi í gegnum árin og votta aðstandendum hennar samúð mína. Renate og Ásgeir eignuðust ekki börn.

Guðni Gíslason gildismeistari.