Hveragerðisgildið býður til Vináttudagsins sem verður í Hveragerði sunnudaginn 19. október kl. 14 í Skátaheimilinu að Breiðumörk 22.

Þar ætlum við að hlýða á boðskap dagsins og eiga notalega stund saman. Norbert Muller hjúkrunarfræðingur kemur og  kennir okkur að hlægja.
Þau skátagildi sem vilja, komi með sín skemmtiatriði.

Veitingar kosta kr. 1.200,- á mann. (Hraðbanki í næsta húsi).

Gildisfélagar tilkynni þátttöku til gildismeistara í síma 896 4613 í síðasta lagi miðvikudaginn 15. október.

Farið verður í langferðabifreið frá Hraunbyrgi kl. 13 ef næg þátttaka fæst.