Komið er að fyrsta gildisfundi haustsins. Fundurinn verður í Skátalundi kl. 20,  miðvikudaginn 17. september og eru gildisfélagar hvattir til að mæta og gjarnan að taka með sér gesti. Fyrirlesari verður Dagur Jónsson vatnsveitustjóri sem mun segja okkur frá vangaveltum um ástæðum þess að vatsstaða í Hvaleyrarvatni er eins lág og raun ber vitni og vatnsbúskap okkar Hafnfirðinga.

Kaffi söngur og skemmtilegt spjall.

Starfsáætlun hefur verið gerð fram yfir aðalfund og má sjá hana hér.

Allar tillögur og ábendingar eru vel þegnar en gildisfélagar eru líka hvattir til að kíkja við í skálanum á sunnudagsmorgnum. Þá mætir skálanefndin og menn geta tekið til hendinni eða bara fengið sér kaffisopa.