"'Ósýnilegi bekkurinn"

Kvöldvaka Hraunbúa og St. Georgsgildisins 11. okt. 2012

Fullt var út að dyrum í Hraunbyrgi á sameiginlegri kvöldvöku Hraunbúa og St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. Undirbúningurinn lá að miklu leyti á hinum ungu skátum en með þeim voru þær Dagbjört Lára Ragnarsdóttir og Sigrún Edvardsdóttir úr gildinu í undirbúningnum. Stemmning var góð og skemmtu gildisskátar sér vel og nutu þess að sjá gleðina í augum ungu skátanna, ekki síst þeirra sem voru vígðir þetta kvöld. Skemmtiatriði voru fjölmörg og einhvernveginn gleymdist að kynna skemmtiatriði gildisins svo Lilli litli verur að bíða betri tíma. Almann ánægja var með kvöldvökuna og kom strax fram ósk hjá skátafélaginu að endurtaka leikinn í vor og varð það að samkomulagi að þá sæi gildið meira um undirbúning og hefði kvöldvökuna meira í „gamla stílnum“. Sérstaklega er ánægjulegt að samstarf félaganna sé að eflast, báðum til mikils gagns og gleði.

Fjölmargar myndir eru á www.facebook.com/skatagildi