Alþjóðagildið var stofnað 25. október 1953.

Dagur Sameinuðu þjóðanna er 24. október.

Vináttudagurinn er alþjóðlegur hátíðisdagur gildisskáta og er haldinn ár hvert í október. (Næsta sunnudag við stofnun alþjóðagildisins 25. okt. ef hægt er).

Vináttuboðskapurinn er sendur út frá alþjóðaskrifstofunni til allra þátttökulanda og birtur og lesinn á vináttudaginn.

Dagurinn er helgaður vináttunni, bæði milli einstaklinga og þjóða og hefur verið fastur liður í starfi gildisskáta frá 1966.

Gildin sunnan heiða hafa skipst á að halda vináttudaginn í þessari röð:

  • 2006: St. Georgsgildið í Reykjavík
  • 2007: Landsgildið
  • 2008: St. Georgsgildið í Hveragerði
  • 2009: St. Georgsgildið í Keflavík
  • 2010: St. Georgsgildið í Kópavogi
  • 2011: St. Georgsgildið Straumur
  • 2012: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
  • 2013: Landsgildið