Fyrsti fundur ársins verður í Tónkvísl, Tónlistarskólanum, í íþróttahúsi Gamla Lækjarskóla kl. 20 fimmtudaginn 12. janúar.

Helena Línudóttir Kristbjörnsdóttir og Markús Elvar Pétursson maður hennar koma og segja frá dvöl sinni á skútunni Sæúlfinum, en þau fóru í stóra siglingu ásamt fjölskyldunni árið 2009 og 2010. Þau fyrirhuga fleiri ferðalög og verður fróðlegt að heyra í þeim.

Helena er Hraunbúi. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni þeirra www.siglari.com