Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn  fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20 í Hraunbyrgi

Venjuleg aðalfundarstörf

1. Skýrsla stjórnar og nefndarformanna
2. Skýrsla gjaldkera
3. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði
4. Ákveðið árgjald næsta árs
5. Kosning gildismeistara
6. Kosning tveggja manna í stjórn
7. Kosning tveggja manna í varastjórn
8. Kosning tveggja endurskoðenda
9. Kosning formanna fastra nefnda
10. Önnur mál

Stjórnin

Þeir sem hafa áhuga á því að vera í stjórn eða nefndum hafi samband við Hreiðar Sigurjónsson í uppstillinganefnd holshus(hjá)holshus.is eða í síma 6601060.

Aðalefni fundarins er:
Hver er framtíð St. Georgsgildanna á Íslandi, hvernig getum við fjölgað félögum. Fullorðnir í skátastarfi. Mótun framtíðarsýnar fyrir starf gildanna.

Mætum nú sem flest og höfum áhrif á starfið í gildinu.
Kaffiveitingar að hætti hússins.