Gleðilega aðventu gildisfélagar.

Jólafundurinn verður haldinn í Skátalundi á sunnudag kl. 14.00. Jólasöngvar, jólasaga, jólaguðspjallið, jólakökur, jólasveinninn, jólabrennan og svo jólaskapið.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og ekki gleyma að koma með meðlætið ykkar góða á hlaðborðið. Heitt súkkulaði verður á könnunni.

Sendi ykkur einnig fréttabréf NBSR Nordic Baltic Sub-Region með fréttum frá Norðurlöndunum og af gildismótinu sem verður í Litháen 13.-17. júní á næsta ári.

Hafið það sem best á aðventunni og um jólin.

Fyrsti fundur á nýju ári verður fimmtudaginn 12. janúar í Hraunbyrgi. Helena Línudóttir Kristbjörnsdóttir mun þar segja frá ferð sinni með fjölskylduna á skútu. En þau sigldu frá Íslandi og suður með strönd Evrópu. Meira um þetta í janúar.