Á góðri stundu í Hraunbyrgi haustið 2012

Góður félagi okkar, Ragnheiður Kristinsdóttir, Aggý, er farin heim. Hún gerðist félagi í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði á árdögum þess og var virkur félagi með manni sínum Úlfari Haraldssyni sem lést fyrir 14 árum síðan.

Það er missa góðan félaga en það er gott að eiga góðar minningar og við gildisfélagar minnums Aggýar með hlýhug og gleði í hjarta.

Ragnheiður fæddist 29. ágúst 1926 en lést á Landspítalanum 6. júlí sl. tæplega 88 ára gömul.

Gildisfélagar votta börnum hennar, Ástu, Þórunni og Ásgeiri samúð og fjölskyldu allri. Systur hennar og félaga okkar, Arndísi, vottum við einnig samúð.

Megi minning um góðan skátavin lifa.

F.h. St. Georgsgildisins í Hafnarfirði

Guðni Gíslason gildismeistari