15. mars verður næsti fundur gildisins. Hann verður haldinn í Hraunbyrgi kl. 20.

Yoko Arai Þórðarsons og Egill Þórðarson koma í heimsókn. Yoko er frá Japan og segir frá því hvað dróg hana til Hafnarfjarðar. Rifjar hún upp æsku sína í Japan. Þá er rúmt ár frá frá því að jarðskjálfti af stærðinni 8,9 skók strendur Japan og gríðarleg flóðbylgja gekk á land. Yoko Arai og Egill fóru til Japan í júní síðastliðinn og tóku fjölmargar myndir í Miyako 15. júní og Kesennuma 27. júní.  Á báðum þessum stöðum varð mikið tjón af völdum flóðbylgjunnar sem skall á Japan þann 11. mars 2011.  Sýna myndirnar glöggt þá miklu eyðileggingu sem varð og þá gífurlegu vinnu sem þarf  til þess að byggja upp  bæi og borgir sem urðu fyrir flóðbylgunni.

Yoko og Egill munu segja okkur frá upplifun sinni af þessari ferð og sýna okkur myndir.

Fjölmennum.