Aðalfundurinn var haldinn 9. febrúar. Þar sem ekki tókst að finna fólk í öll embætti var honum frestað fram í maí.  Guðbjörg Guðvarðardóttir gildismeistari gaf ekki kost á áframhaldandi setu í stjórn en féllst á að sitja þangað til annar fengist. Gjaldkeri Jóna Bríet  Guðjónsdóttir gaf ekki heldur kost á sér og tekur Edda M. Hjaltested meðstjórnandi við hennar stöðu fram í maí.

Að öðru leyti var þetta mjög góður fundur þar sem fjallað var vítt og breitt um stöðu gildisins.

Minnum á vinnufund 10. mars í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ þar sem rætt verður um stöðu gildanna á Íslandi, framtíð þeirra og fleira.