St. Georgsgildið í Keflavík sér um St. Georgsdaginn í ár.

Hann verður haldinn á laugardegi hinn 21. apríl n.k.

Við hittumst kl. 14.00 að Skólavegi 12 og fáum að heyra sögu „Geimsteins”, en synir Rúnars heitins, þeir Júlíus og Baldur taka á móti okkur.

Eftir  það verður gengið upp í Skátahús Heiðabúa og þar verður boðskapur dagsins kynntur okkur og vonandi verður sitthvað skemmtilegt framborið. Allavega verður kaffihlaðborð.

Við viljum minna Gildin á að koma með eitthvað skemmtilegt með sér.

Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl í síma Hreins 421-1659 eða 694-7688 eða Eydísar í síma 421-1558 eða 863-0158

St. Georgsgildið í Keflavík