Almennur fundur verður í Skátalundi á fimmtudaginn kl. 20. Þá kemur til okkar Reynir Ingibjartsson sem nýlega hefur gefið út bækur um gönguleiðir  hér í nágrenninu. Síðasta bókin er 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu og síðasta gönguleiðin er í nágrenni Hvaleyrarvatns.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti að venju og kaffibaukurinn þiggur gjarnan 500 kr.

Gítarinn verður með í för og við syngjum nokur lög áður en við höldum heim að nýju.