Skatalundur_afamaeli_innbrot-043Það var tekið til hendinni í Skátalundi í dag eftir innbrot í nótt. Óli skálavörður var mættur uppúr kl. 8 og lögreglan var fram undir hádegi við rannsókn. Maður frá tryggingarfélaginu mætti á staðinn um hádegi og Óli, Albert og Siggi Bald. voru fram eftir degi að grófhreinsa. Restin af liðinu, Guðni, Kristjana, Bíbí, Edda M., Fríða, Pétrún og Óli Proppé mættu svo og fínhreingerning tók við. Komið var með ljúffenga afmælistertu og þegar líða tók á kvöldið voru grillaðar pylsur og spjallað og hlegið. Gróflega reiknað lágu að baki um 56 vinnustundir og enn er eftir að skipta um rúður og gera við húsgögn.

Skátaandinn réð ríkjum, gleði og kátína og myndir má finna hér