St. Georgsgildið í Keflavík sér um St. Georgsdaginn í ár. Hann verður haldinn laugardaginn 21. apríl næstkomandi.

Það er mæting kl. 14 að Skólavegi 12 í „Upptökuheimili Geimsteins“ og fáum við þar að heyra sögu „Geimsteins“ en synir Rúnars heitins Júlíussonar (í hljómsveitunum Hljómum, Trúbroti og fleirum) þeir Júlíus og Baldur taka á móti okkur.

Eftir það verður gengið upp í Skátahús Heiðabúa og þar verður boðskapur dagsins kynntur okkur og vonandi verður sitthvað skemmtilegt framborið. Allavega verður kaffihlaðborð.  Hvert gildi á að koma með eitthvað skemmtilegt með sér er hér með óskað eftir einhverju í þann hluta samkomunnar.

Það verður farið frá Hraunbyrgi með rútu kl. 13.15. Þátttaka tilkynnist til Kristjönu í síma 5554513 6998191 eða með tölvupósti á kristjana@hhus.is í síðasta lagi 14. apríl. Fjölmennum.