Endurnýjun á skátaheiti

Á Jamboree í Svíþjóð 2012 endurnýjuðu allir þátttakendur skátaheit sitt við mótsslit. Þetta var hátíðleg og eftirminnileg stund fyrir þá rúmlega 40 þúsund skáta  sem þarna voru. Samstaðan um að vinna að friði á jörðu og viljinn til að breyta, lá í loftinu. Hver og einn fór með skátaheitið  á sínu eigin tungumáli. Það gerði það jafnvel ennþá augljósara á þessari stundu að ég  lofaði því að halda skátalögin eftir bestu getu, að ég er ein þeirra sem vil taka þátt í átaki til að byggja upp friðsamari heim í mínum heimaranni.

Nú held ég til baka til míns heimalands, til daglegra verkefna, þar sem ég mun miðla af reynslu minni frá Jamboree í leik og starfi.

Senn er liðið ár frá þessari miklu lífsreynslu sem það er að fara á Jamboree. Hvað er minnisstæðast ?  Margar hamingjustundir, stórkostleg upplifun. Ég get rifjað upp myndir og samskipti við skátavini með stolti og gleði.

Við hinir eldri skátar í gildunum höldum einnig  okkar St. Georgsdag. Dagur samstöðu innan alþjóðabandalaga skáta og gildisskáta. Á þeim degi ættum við að endurnýja skátaheitið. Við eigum samleið, ungir sem aldnir, nýir gildisfélagar og þeir sem meiri reynslu hafa. Skátaheitið sameinar okkur. Við endurnýjum skátaheitið okkar, hver á sínu tungumáli og hvert og eitt með sínar vonir og væntingar.

Og þegar við förum með einkunnarorð okkar- Eitt sinn skáti- Ávallt skáti- styrkir það mig í anda skátahugsjónarinnar, að lifa eftir þeim nú og um alla framtíð.

Gunilla Engwall, landsgildismeistari í St. Georgsgillen í Svíþjóð