Fjölmargir gildisfélagar tóku þátt í vel heppnuðu Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Stór hluti þeirra starfaði fyrir mótið á einn eða annan hátt og má þar nefna Sigrúnu og Nínu, Fanneyju og Gunnar, Claus og Ásdísi, Lárus, Guðna og Kristjönu, Hreiðar og Fríðu og Ólaf Proppé. Gaman var að sjá félaga sem komu í heimsókn á mótið og þar má nefna Árna og Rúrí, Albert og Elsu, Sigga Bald. og Lizzi, Eddu og Svein, Hermann, Ólaf Ásgeirs, Guðvarð, Höllu, Ægi og frú, Nellýu og Pétrúnu.

Góður hópur úr Hraunbúum, Gildinu og Björgunarsveit Hafnarfjarðar voru í fjölkyldubúðum og margir þeirra sem eru áhugasamir að ganga til liðs við nýtt gildi sem stofnað verður í febrúar.