Nk. fimmtudag, 16. ágúst kl. 20 verður „hittingur“ í Skátalundi. Þetta verður óformlegur fundur og hvað verður í boði ræðst svolítið af aðstæðum.

Gengið verður um svæðið og útjaðrar þess skoðaðir en þann 3. ágúst sl. var þinglýstur leigusamningur um 70.554 fermetra lóð í kringum Skátalund skv. nýju deiliskipulagi. Samningur þessi verður kynntur og að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni.

Þá verður starfsáætlun ársins kynnt og nokkrir söngvar sungnir.

Látið gjarnan berast því ekki verður sendur út Gildispóstur fyrir þennan fund. Gestir eru velkomnir.