Björn Oddssonkemur á fyrsta fundi vetrarins fimmtudaginn 22. sept.
Björn er jarðfræðingur og stundar doktorsnám við Jarðvísindastofnun Háskóla
Íslands. Rannsóknir hans snúa að samspili elds og ísa og spanna athuganir hans
allt frá tilraunum í rannsóknarstofum til eldgosa í fullri stærð út í náttúrunni.
Björn sinnti daglegri eldgosavakt í eldgosunum á Fimmvörðuhálsi og Eyja­
fjalla jökli 2010. Vorið 2011 tók hann þátt í eftirliti með Grímsvatnagosinu
ásamt könnunarflugum með jarðhitakötlum sem mynduðust í Vatnajökli. Björn
hefur farið reglulega í mælingaferðir sem snúa að athugunum á jöklum og
eldvirkni síðastliðin 10 ár auk þess að vera virkur meðlimur í Björgunarsveit
Hafnar fjarðar.
Hann mun fjalla almennt um eldgos undir jöklum með áherslum á Grímsvötn
og Eyjafjallajökul. Fyrirlesturinn verður myndrænn þar sem mikið af áhugaverðu
myndefni, jafnt kvikmyndir sem ljósmyndir, hefur safnast á síðustu misserum.
Fundurinn verður í Skátalundi kl. 20.