Stórtónleikar Skátakórsins verða í skátaheimilinu í Hafnarfirði, Hraunbyrgi, sunnudaginn 25. september kl. 16:00.

Efnisskrá tónleikanna er tileinkuð Tryggva Þorsteinssyni skátaforingja frá Akureyri en hann að öðrum ólöstuðum hefur líklega samið fleiri vinsæla skátatexta en nokkur annar.

Veturinn 2010-2011 lagði Skátakórinn fjölmörg lög við texta Tryggva á minnið og var þetta efni flutt á tónleikum á Akureyri sl. vor sem viðburður á sérstakri hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára ártíð Tryggva.

Nú hefur þetta efni verið rifjað upp á ný og mun kórinn endurflytja þessa dagskrá, með undirleik, í Hraunbyrgi næstkomandi sunnudag kl. 16:00.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 og stjórnandi sem fyrr er Skarphéðinn Þór Hjartarson.

Með skátakveðju,