Góð mæting var á fyrsta fund gildisins. 39 félagar mættir auk fyrirlesarans Björns Oddssonar. Var góður rómur gerður að erindi hans  og mátti greinilega sjá að þetta efni á hug hans allan. Veitingarnar voru ekki af verri endanum, kleinur og pönnukökur að hætti Jónu Bríetar. Sjáumst svo hress á næsta fundi og í haustferðinni sem verður 15. október.