Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari.

Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni.

Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf.

Að þingstörfum loknum var farið í skemmtilega skoðunarferð um Reykjanesið og um kvöldið var hátíðarkvöldverður með söng, skemmtiatriðum og dansi. Næsta þing verður haldið í Hafnarfirði árið 2017.

Sjá má myndir frá þinginu, sem Guðni Gislason tók hér