Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Skátalundi miðvikudaginn 16. september kl. 20.

–       Hjónakornin Ásthildur og Hörður koma með og flytja ljóðakynningu, sem þau nefna: “Úr fórum Ásgeirs Jóns Jóhannssonar, húsvarðar í Víðistaðaskóla”.
Ásgeir Jón lést fyrir nokkrum árum, en þeir sem þekktu hann vel vissu að hann var ágætlega skáldmæltur. Þess naut oft starfsfólkið í Víðistaðaskóla og félagar hans í Kvæðamannafélaginu. Ljóðagerð hans spannaði ótrúlega vítt svið úr umhverfi hans. Tónninn sveiflaðist allt frá djúpri alvöru til léttrar kímni og gamansemi. Þar er af nógu að taka og margs að njóta. En sjón og heyrn er sögu ríkari. Látum ekki happ úr hendi sleppa. Komum á fundinn og njótum þeirrar ljóðaveislu, sem þau Ásthildur og Hörður bjóða okkur á fundinum á miðvikudagskvöldið. Þar mun góð hafnfirsk ljóðagerð skipa öndvegið.  –

Einnig mun Kristjana segja okkur frá Gilwell afmælishátíð sem verður 19. september á Úlfljótsvatni.

Kaffiveitingar í anda gildisins. Látið þetta berast.