Í kvöld 11. nóvember verður Tónlistarsafn Íslands heimsótt. Safnið hefur nýlega opnað og þessa dagana er þar í gangi sýningin Fúsi á ýmsa vegu, sem er um líf og störf Sigfúsar Halldórssonar. Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður safnsins tekur á móti okkur og mun fræða okkur um tilurð safnsins og tilgang þess og síðan njótum við sýningarinnar um Sigfús. Mætum sem flest.