Sveppir í Höfðaskógi

Sveppir í Höfðaskógi

Fimmtudaginn 5. október kl. 19:30 hittumst við í Skátalundi þar sem Claus Hermann Magnússon ætlar að fræða okkur um sveppi og sveppatínslu og fer með okkur í sveppaleit í nágrenni skálans. Eins og komið hefur fram eru sveppirnir seinna á ferðinni en oft áður og eru þeir að spretta upp úti um allt.

Komið vel klædd og ef dimmviðri verður er óvitlaust að taka með sér vasaljós. Skátahnífinn er líka gott að hafa við höndina.

Bjóðið gjarnan gestum með.