Á ánægjulegum aðalfundi gildisins í kvöld var Guðni Gíslason endurkjörinn gildismeistari, Edda M. Halldórsdóttir var endurkjörin varagildismeistari og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir var endurkjörinn ritari. Þá voru báðir varamennirnir, Edda M. Hjaltested og Sigurður Baldvinsson endurkjörnir.

Gildismeistari minntist þriggja látinna félaga, kveikti á kertum fyrir hvern þeirra og tileinkaði hverjum þeirra eina hvíta rós.

Albert Kristinsson og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir á aðalfundi 2013

Albert Kristinsson og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir á aðalfundi 2013

Í ítarlegri skýrslu sem finna má hér, var farið yfir fjölbreytt starfið á starfsárinu og í lok skýrslunnar má finna lista yfir alla félagana.  Gjaldkeri kynnti reikninga sem sýndi jákvæðan rekstur enda voru þeir samþykktir einróma.

Gildismeistari kynnti lagabreytingatillögur laganefndar og vou þær allar samþykktar einrómam, ein þó með breytingum. Voru þetta ýmsar lagfæringar eins og kynnt var í Gildispóstinum. Uppfærð lögin má sjá hér.

Kosið var í nefndir og formenn kjörnir og má finna upplýsingar um nefndirnar hér.

Gildi aðalfundur 2013-10Undir önnur mál var minnt á Landsgildisþingið á Akureyri 4. maí þar sem félagar voru hvattir til að mæta og Skátaþingið í Hafnarfirði 15.-16. mars nk.
Þá kynnti gildismeistari tillögu að merki fyrir gildið og útfærslur af því og voru tillögurnar samþykktar. Jafnframt kynnti hann hugmyndir af auka hátíðarfána sem nota má í skálanum og útifána.

Á meðan boðið var upp á kaffi og meðlæti voru sýndar myndir frá Landsmóti skáta og ýmsar myndir úr starfinu á liðnum árum mönnum til mikillar skemmtunar.

Lauk ánægjulegum fundi með nokkrum söngvum og slitið var með hefðbundnum hætti með bræðralagssöngnum.

Albert Kristinsson stjórnaði síðan fundi af natni og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir ritaði fundargerð.