Egill Ó Strange

Egill Ó Strange

Enn er hoggið skarð í raðir okkar. Egill Ó. Strange, félagi okkar, er farinn heim. Hann lést 27. febrúar. Egill er fæddur 22. september 1927 var ungur skáti í Reykjavík en flutti síðar til Hafnarfjarðar og starfaði sem módelsmiður og handavinnukennari. Hann var einn af stofnfélögum St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og var virkur félagi í skálahópnum frá upphafi og var ávallt reiðubúinn til að leggja fram hjálparhönd. Egill var áberandi í starfinu enda glettinn og það gustaði af honum. Hann var duglegur að mæta á fundi þótt hann ætti orðið erfitt með gang og nutum við samvistar hans á sameiginlegri kvöldvöku í Hraunbyrgi í október sl.

Afkomendum Egils vottum við samúð okkar og þökkum ánægjulega samfylgd góðs skáta.