St. Georgsdagur Skátagildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 27. apríl nk. kl. 14 í Björgunarmiðstöðinni v/ Bakkabraut í Kópavogi, í skemmu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Gengið er inn frá bátahöfninni, yst á Kársnesi.

Það er Kópavogsgildið sem hefur umsjón með deginum og býður upp á áhugaverða dagskrá:

  • Fulltrúi frá HSSK tekur á móti gildisskátum og sýnir nýuppgert húsnæðið og segir frá starfinu.
  • Falleg orð: Ásta Ágústsdóttir, skáti og djákni í Kópavogskirkju.
  • St. Georgsboðskapurinn lesinn.
  • Söngur
  • Kaffi og meðlæti (1.000 kr. á mann)
  • Atriði frá gildunum

Áætluð slit kl. 16.30

Gildisskátar í Kópavogi vonast eftir að sjá sem flesta.