Gunnar Gunnarsson flytur erindi að afloknum aðalfundarsttörfum

Aðalfundur gildisins var haldinn í Tónhvísl, gamla leikfimihúsinu, 27. febrúar sl. Fjölmennt var á fundinum og góður andi. Í upphafi fundar spilaði nemandi í Tónlistarskólanum, Brynhildur Mörk Herbertsdóttir við góðan róm fundargesta. Í skýrslu stjórnar var farið yfir öflugt starf gildisins á liðnu starfsári þar sem 50 ár afmælishátíðin bar hæst og stofnun nýs gildis. Skýrslan er ítarleg og má nálgast hana hér: Gildi ársskýrsla 2013-2014. Fjármál gildisins eru í góðu lagi og var hagnaður af starfinu en fjölmörg verkefni eru framundan. Samþykkt var að árgjald yrði 3.000 kr. Guðni Gíslason var endurkjörinn gildismeistari, Þórey Valgeirsdóttir var kjörinn gjaldkeri og Edda M. Hjaltested og Helga Ingólfsdóttir voru kjörnar í varastjórn.

Í skálanefnd voru kjörnir: Hreiðar Sigurjónsson formaður, Albert Kristinsson, Böðvar Eggertsson, Ólafur K. Guðmundsson, Ragnar Jónsson, Sigurður Baldvinsson og Sveinn Þráinn Jóhannesson.
Í skemmtinefnd voru kjörnar: Anna Þormar formaður, Dagbjört Ragnarsdóttir, Hallfríður Helgadóttir
Í minjanefnd voru kjörin: Ásdís Elín Guðmundsdóttir formaður, Jóna Bríet Guðjónsdóttir, Sigurður Baldvinsson og Sveinn Þ. Jóhannesson
Í uppstillinganefnd voru kjörin: Hreiðar Sigurjónsson, Ásdís Elín Guðmundsdóttir, Guðbjörg Guðvarðardóttir.
Í Friðarljóssnefnd voru kjörin: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir formaður, Árni Rosenkjær, Guðríður Karlsdóttir.
Í laganefnd vor kjörin: Gunnar Rafn Einarsson, Ása María Valdimarsdóttir, Sveinn Þ. Jóhannesson.

Það voru tíðindi að Ólafur K. gaf ekki lengur kost á sér sem skálavörður í Skátalundi eftir áratuga starf. Var honum þökkuð góð og óeigingjörn störf.

Að afloknum aðalfundarstörfum flutti Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og gamall Hraunbúi fróðlegt erindi um vaxandi og líflegt starf skólans. Að því búnu var boðið upp á kaffi, konfekt og afmæliskringlu. Nokkrar gamlar skátamyndir voru sýndar og skátalög sungin. Gildismeistari sagði frá starfinu framundan og hvatti félagsmenn til dáða og og góðum fundi var slitið að venju með söng.

Brynhildur Mörk Herbertsdóttir spilaði tvö kröftug lög í upphafi fundar.