Ný skátadagskrá er að verða að veruleika. Skátafélögum verður boðið að innleiða nýjan starfsgrunn. Sótt var í smiðju alþjóðahreyfingarinnar og nú liggja fyrir handbækur í handritum og fyrstu drög að dagskrárbókum skátanna. Skátafélögunum verður boðið að innleiða dagskrána hjá sér einhvern tíma á næstu þremur árum, en nú þegar hafa öflug skátafélög lýst miklum vilja að byrja strax í haust.

Öll næstu kvöld verða kynningar á nýju dagskránni haldnar hjá skátafélögum um allt land. Fulltrúar úr vinnuhópunum heimsækja félögin og fara yfir í hverju breytingarnar felast og kynna bækurnar og þann stuðning sem félögunum stendur til boða í innleiðingunni.

Kynningarkvöld verður á næsta fimmtudagskvöld 25. ágúst í Hraunbyrgi og hefst kl. 20.00. Allir Hraunbúar og velunnarar kvattir til að mæta.

Sjá nánar á:

http://www.skatar.is/ undir Ný sýn á skátastarf.