Gildisfundur föstudaginn 31. janúar kl. 19 í Hraunbyrgi.

Boðað er til súpufundar í Hraunbyrgi á föstudaginn. Dýrindis kjötsúpa verður í boði og skipt verður niður í nokkra hópa sem munu spreyta sig í nokkurs konar Skáta-Útsvari. Lögð er áhersla á skemmtilegar spurningar og þeir sniðugu geta jafnvel fengið spyrilinn til að gefa smá hjálp.

Verðlaun í boði og söngur að hætti gildisskáta.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Látið gjarnan vita um mætingu til Guðna í s. 896 4613 eða Kristjönu í s. 699 8191.