Hörður Zóphaníasson var á 80 á afmæli sínu 25. apríl gerður að heiðursfélaga í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði. Guðbjörg Guðvarðardóttir gildismeistari færði Herði skjal því til staðfestingar. Það sama gerði Guðjón Rúnar Sveinsson félagsforingi Hraunbúa. en þar var Hörður var einnig gerður að heiðursfélaga. Með þessu er Herði þakkað innilega fyrir hans framlag til skátastarfs í Hafnarfirði, bæði sem sveitarforingi, félagsforingi og gildismeistari auk annarra starfa. En Hörður hefur ekki svo sjaldan látið af hendi texta í bundnu máli ef á þarf að halda við hin ýmsu tækifæri. Við óskum Herði innilega til hamingju með árin.