Friðarljósið verður afhent formlega við guðsþjónustu í St. Jósefskirkju 1. sd. í aðventu kl. 10.30.

Farið verður með ljósið sama dag í þrjár kirkjur bæjarins,  í Fríkirkjuna kl. 13, Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 og í Víðistaðakirkju kl. 11.
Í ár var ákveðið að dreifa ljósinu líka í grunnskólana og hafa tveir skólar þegar þegið boð um það, Áslandsskóli og Engidalsskóli. Það eru St. Georgsskátar og Hraunbúar sem sjá um dreifinguna hér í bæ.