Mánudaginn 19. nóvember kl. 19.30 verður söngkvöld í Hraunbyrgi. Við höfum boðið Hraunbúum að koma og syngja með okkur skátasöngva og ætlum að rifja upp nokkra eldri Hraunbúasöngva og kenna þeim sem yngri eru. Vonum að sem flestir mæti og rifji upp stemmninguna við varðeldinn. Kakó og kleinur á eftir.