Ljósm.: Guðni Gíslason

Við getum flogið eða ekið…

Nú er komið að því!

Dagskráin fyrir Landsgildisþingið á Akureyri er komin og er boðið upp á spennandi dagskrá. Þátttökugjald er 9.500 kr. og er þá innifalið: Þinggjöld, skoðunarferð í rútu til Möðruvalla og hátíðarkvöldverður og skemmtun. Fyrir gesti sem aðeins komast í matinn er verðið 4.500 kr.

Greiða þarf þátttökugjald fyrir 30. apríl inn á reikning 0565-26-5079, kt. 130174-5079 (Kristín Bergþóra Jónsdóttir).

Tilkynnið þátttöku til gildismeistara í síma 896 4613 sem allra fyrst en fyrir 30. apríl.

Dagskrá þingdags

09:00-09:30   Skráning og afhending þinggagna
09:30                  Þingsetning og dagskrá samkvæmt. samþykktum Landsgildisins
12:00                  Léttur hádegisverður á staðnum
12:45                   Framhald þingdagskrár
14:00                  Þinglok og kaffispjall
14:30                   Bragi Guðmundsson, sagnfræðingur og prófessor við H.A. flytur erindi og fer að því loknu í ferð með okkur að Möðruvöllum í Hörgárdal.

17:00                  Hlé

19:30                  Kvöldverður og skemmtidagskrá í Kjarna
Hvert gildi kemur með skemmtiatriði. Gerum ráð fyrir glaum og gleði.
Drykkir verða ekki seldir á staðnum en leyfilegt er að hafa þá með sér.

Matur

Morgunhressing: Kaffi, te og ávextir
Hádegisverður: Rjómalöguð sveppasúpa og kjúklingasalat.
Miðdegishressing: Kaffi, te og sætabrauð

Kvöldverður
   Grafinn lax
   Parmaskinka í cesarsalati
   Kjúklingabringur í svepparjóma
   Jurtakryddað lambalæri og meðlæti
   Gosdrykkir, kaffi og konfekt

Gerum þetta að skemmtilegri ferð á Akureyri!