Opnað fyrir skráningu á Landsþingið

By |2017-08-24T16:54:29+00:00apríl 28th, 2017|Gildisstarfið|

Það stefni í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við HvaleyrarvatnKvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í HafnarfirðiSkráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí. Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér. Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,- Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing. Greiða skal inn á bankareikning 0140-26-5836, kennitala: 680482-0399. Senda þarf staðfestingu úr netbanka á thoeyv@yahoo.comÞinggjald: kr. 3.500,- Innifalin hádegishressing og kaffi.Skemmti- og fræðsluferð: kr. 1.500,- Hressing [...]

Gildisskátaþing 13. maí í Hafnarfirði

By |2017-08-24T17:14:35+00:00janúar 15th, 2017|Gildisstarfið, Hafnarfjörður|

Þetta er 28. landsþingið og það er St. Georgsgildið í Hafnarfirði sem sér um þinghaldið. Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í þinginu sem er kjörinn staður til að hitta aðra gildisfélaga, skiptast á skoðunum um gildisstarfið og njóta þess að vera saman. Boðið verður upp á skoðunarferð og móttöku í Skátalundi en þingdeginum lýkur með hátíðarkvöldvöku og kvöldverði. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en gleymið ekki að taka daginn frá.

Vináttudagurinn í Keflavík á laugardaginn

By |2017-08-24T17:18:03+00:00október 18th, 2015|Gildisstarfið|

Vináttudagur skátagildanna verður í Keflavík á laugardaginn.  Dagskráin hefst í Duushúsi kl. 14 þar sem meðal annars stendur yfir sýningin Andlit bæjarins (sjá www.andlitbaejarins.com). Þaðan verður svo haldið í Skátaheimilið í Keflavík, Hringbraut 101, þar sem glæsilegt kaffihlaðborð verður að hætti Keflavíkurskáta. Gildisboðskapurinn lesinn og vinátta og samkennd verða höfð að leiðarljósi ásamt hinum eina sanna skátaanda. Verð fyrir kaffihlaðborðið verður 1.000 kr.

Vel heppnað landsþing Skátagildanna

By |2017-08-27T23:36:04+00:00maí 10th, 2015|Gildisstarfið|

Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari. Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni. Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf. Að þingstörfum [...]

Þing Skátagildanna 9. maí

By |2017-08-27T22:32:55+00:00apríl 26th, 2015|Gildisstarfið|

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 9. maí nk. en það er St. Georgsgildið í Keflavík sem sér um þinghaldið. Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og hægt er að velja um að taka þátt í öllu þinginu, eða aðeins þinghaldinu sjálfu, skoðunarferðinni um Reykjanes eða hátíðarkvöldvökunni og kvöldverðinum. Þinggögn eru afhent kl. 9.15-10 en þingdagskrá hefst kl. 10. Dagskrá: 09.15-10.00  Þinggögn afhent og tekið við greiðslum. Létt morgunsnarl. 10.00  Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi. 12.00  Léttur hádegisverður 12.45  Þingstörfum framhaldið. 14.00  Þinglok og kaffispjall 14.30  Skoðunarferð um Reykjanes undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. [...]

Mót gildisskáta í Horsens 2015

By |2017-08-27T22:28:40+00:00janúar 21st, 2015|Gildisstarfið|

Samkvæmt venju eru mót NSBR haldin þriðja hvert ár, til skiptis í aðildarlöndunum. Reynslan hefur sýnt að það er gefandi að koma saman og það eykur samstöðu okkar á ýmsum stöðum ekki síst í alþjóðasamstarfinu. Það sýndi sig í valinu á Alf Runar Bakke frá Noregi í Alþjóðaráðið á síðustu heimsráðstefnu í Sidney. Hann  verður gestur á mótinu í Horsens 26.-30. júní 2015. Þema mótsins er: „Traditionen tro eller  tro mod tradiotionerne?“ (Lauslega þýtt: Trúr hefðum eða trú á hefðir). Föstudaginn 26. júní 12-16 Koma og skráning. 16.30 Gestir boðnir velkomnir og mótið sett. Kvöldverður, gömul kynni og ný, án dagskrár. Laugardaginn [...]

Mikið hlegið á vináttudegi

By |2017-08-27T22:16:12+00:00október 26th, 2014|Gildisstarfið|

Vináttudagur skátagildanna á Íslandi var að þessu sinni í umsjón gildisskáta í Hveragerði. Þegar við gengum að fallega skátaheimilinu voru tveir gildisfélagar að flagga okkur til heiðurs. Mæting var góð, yfir 50 manns frá öllum gildum nema einu. Auk þess var fulltrúi frá nýju „fullorðins“ skátasveitinni á Selfossi. Hrefna landsgildismeistari las upp vináttuboðskapinn en vináttudagurinn er haldinn hátíðlegur af gildisskátum um víða veröld. Auðvitað voru tekin nokkur skátalög en síðan tók gesturinn Norbert Möller hjúkrunarfræðingur og heilsuráðgjafi til máls. Norbert þessi ræddi um húmor og kryddaði mál sitt af stakri kímni og leikaraskap. Það lá við að gestir tæku bakföll af hlátri [...]

Vináttudagurinn 19. október í Hveragerði

By |2017-08-27T22:14:23+00:00september 30th, 2014|Gildisstarfið|

Hveragerðisgildið býður til Vináttudagsins sem verður í Hveragerði sunnudaginn 19. október kl. 14 í Skátaheimilinu að Breiðumörk 22. Þar ætlum við að hlýða á boðskap dagsins og eiga notalega stund saman. Norbert Muller hjúkrunarfræðingur kemur og  kennir okkur að hlægja. Þau skátagildi sem vilja, komi með sín skemmtiatriði. Veitingar kosta kr. 1.200,- á mann. (Hraðbanki í næsta húsi). Gildismeistarar eru beðnir að skrá þátttöku félaga sinna fyrir þriðjudaginn  14. október n.k. til Magneu Árnadóttur í síma 862 0842, 483 4440 eða eða á maggadís@símnet.is

St. Georgsdagurinn 27. apríl

By |2017-08-27T22:12:21+00:00apríl 10th, 2014|Gildisstarfið|

St. Georgsdagur Skátagildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 27. apríl nk. kl. 14 í Björgunarmiðstöðinni v/ Bakkabraut í Kópavogi, í skemmu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Gengið er inn frá bátahöfninni, yst á Kársnesi. Það er Kópavogsgildið sem hefur umsjón með deginum og býður upp á áhugaverða dagskrá: Fulltrúi frá HSSK tekur á móti gildisskátum og sýnir nýuppgert húsnæðið og segir frá starfinu. Falleg orð: Ásta Ágústsdóttir, skáti og djákni í Kópavogskirkju. St. Georgsboðskapurinn lesinn. Söngur Kaffi og meðlæti (1.000 kr. á mann) Atriði frá gildunum Áætluð slit kl. 16.30 Gildisskátar í Kópavogi vonast eftir að sjá sem flesta.

Skátagildið Skýjaborgir stofnað í kvöld

By |2017-08-27T22:10:23+00:00febrúar 13th, 2014|Gildisstarfið|

Það var merkur áfangi í skátastarfi í Hafnarfirði í kvöld þegar rúmlega 30 manns komu saman í Hraunbyrgi til að stofna nýtt skátagildi. Tæplega helmingur voru félagar úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildi sýna samstöðu sína og stuðning við hið nýja gildi. Mikill áhugi hefur verið fyrir stofnun gildisins og fjölmargir sem ekki komust í kvöld hafa tilkynnt þátttöku sína. Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. Þeir sem skrá sig í gildið fram á næsta félagsfund verða skráðir stofnfélagar gildisins. [...]

Go to Top