Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20 í Tónhvísl, gamla íþróttahúsinu við gamla Lækjarskóla.

Rifjað verður upp viðburðarríkt ár í sögu gildisins og kosið í stjórn og nefndir.

Dagskrá aðalfundar skv. lögum gildisins:
a) Skýrsla stjórnar og nefndarformanna
b) Skýrsla gjaldkera
c) Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði
d) Ákveðið árgjald næsta árs
e) Kosning gildismeistara
f) Kosning tveggja manna í stjórn
g) Kosning tveggja manna í varastjón
h) Kosning tveggja endurskoðenda
i) Kosning fastanefnda og formanna þeirra
j) Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffi og afmæliskringlu.

Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar segir okkur frá starfi skólans.