Miðvikudaginn 17. febrúar kl. 19 verður aðalfundur gildisins haldinn í skátaheimilinu Hraunbyrgi. Venjuleg aðalfundarstörf, þ.e. fluttar verða skýrslur stjórnar, gjaldkera og nefnda, kosið í stjórn og nefndir. Engar lagabreytingar liggja fyrir. Önnur mál.

Boðið verður upp á íslenska kjötsúpu og innheimt fyrir hana lágmarksverð eða kr. 1.000. Þeir sem eiga í fórum sínum einhverjar góðar sögur eða frásagnir, ljóð eða annað endilega komi því á framfæri á fundinum. 

Mætum sem flest. Stjórnin